Sjávarklasinn hefur unnið tillögur um framtíð Grandasvæðisins sem nýsköpunarsvæðis. Í vinnu klasans hefur verið skoðað það besta sem gert hefur verið í nágrannalöndum okkar; og það helsta sem nú er í umræðunni um framtíð slíkrar starfsemi og svæða sem þá hýsa. Tilgangur nýrrar skýrslu klasans um þessa framtíðarsýn er þó umfram allt sú viðleitni Sjávarklasans að vera virkur, ábyrgur og framsýnn þátttakandi í uppbyggingu eins mest spennanandi atvinnusvæðis í höfuðborginni.

Skýrslan er á lokastigi í vinnslu en við fögnum samstarfi við alla þá sem hafa áhuga á uppbyggingu svæðisins.

 

hugmyndasmiðja