LouisianaFulltrúar Íslenska sjávarklasans munu kynna klasann og frumkvöðlastarf í íslenskum sjávarútvegi í Louisiana í Bandaríkjunum dagana 25.-26. júlí nk. Heimsóknin er í boði Louisianafylkis.

„Við hittum aðstoðarfylkisstjóra Louisiana á sjávarútvegssýningunni í Boston fyrr á þessu ári og kynntum honum og starfsliði hans verkefni klasans,“ segir Þór Sigfússon framkvæmdastjóri íslenska sjávarklasans. „Í kjölfarið fengum við boð frá fylkinu um að koma og kynna klasann og nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi í Louisiana.“ Þór segir að mikill áhugi sé á klasanum á sjávarútvegssvæðum í Bandaríkjunum og þar ráði ugglaust mestu gott starf systurklasa Íslenska sjávarklasans í Portland Maine.