Sendiherra Japans á Íslandi, herra Ryotaro Suzuki og ráðgjafi hans frú Sachiko Furuya fengu leiðsögn um Íslenska Sjávarklasann frá fyrrverandi ráðherra og aðalráðgjafa Íslenska Sjávarklasans Árna M. Mathiesen á dögunum. Í framhaldi af leiðsögn Árna var rætt um allt milli sjós og strandar ef svo má að orði komast. Við þökkum herra Suzuki og frú Sachiko vel og mikið fyrir heimsóknina.