Íslenski sjávarklasinn hefur haft mikinn áhuga á að efla samstarf ráðgjafarfyrirtækja í sjávarútvegi um erlend verkefni á því sviði. Alþjóðleg ráðgjöf í sjávarútvegi hefur mikla möguleika og Íslendingar hafa ekki nýtt sér þessi tækifæri sem skyldi.  Í klasanum hefur verið starfandi klasahópur um aukna ráðgjöf. Utanríkisráðuneytið hefur einnig sýnt mikinn áhuga á að efla samstarf á þessu sviði.  Ráðuneytið bauð Xavier Vincent, sérfræðingi hjá Alþjóðabankanum til Íslands og hitti hann meðal annars sum leiðandi fyrirtæki á þessu sviði innan klasans. Xavier kynnti sér einnig starfsemi klasans.