MBA hópur collagenverkefniMBA hópur í HR vann lokaverkefni um markaðmál fiskikollagens fyrir Codland ehf. Í skýrslunni er farið gaumgæfilega ofan í stöðu fiskikollagens á heimsmarkaði, stærstu markaði og eftirspurn. Á myndinni er MBA hópurinn ásamt stjórnendum Codland.

„Svona samstarf nemenda og frumkvöðlafyrirtækja í sjávarklasanum er gríðarlega mikilvægt. Þessi skýrsla MBA nemendanna er mjög vel unnin og enn ein fjöður í hatt Háskólans í Reykjavík,“ segir Þór Sigfússon hjá Íslenska sjávarklasanum.