Rajni Sekhri Sibal ráðuneytisstjóri nýstofnaðs sjávarútvegsráðuneytis Indlands ásamt föruneyti heimsótti Sjávarklasann í dag.

Ráðuneytisstjórinn kynnti sér starfsemi Sjávarklasans, hitti frumkvöðla og fyrirtæki.

Indverjar horfa mikið til íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja þegar kemur að stjórnun sjávarútvegsmála og því var afskaplega ánægjulegt að geta tekið á móti hópnum og kynnt þeim klasastarfið.