Gott flutninganet er undirstaða þess að atvinnulífið hér á landi nái að vaxa og eflast á komandi árum. Nýjar flugleiðir í til Kanada, í kjölfar þess að íslensk flugfélög fengu leyfi til að fljúga þangað, hafa leitt til þess að útflutningur á ferskum sjávarafurðum hefur margfaldast á tveimur árum. Gangi spár um vöxt flugferða hingað til lands eftir er ekki ólíklegt að árið 2030 muni 4,6 milljónir manna fara um Keflavíkurflugvöll og íslensk flugfélög starfræki áætlunarferðir til 100 áfangastaða með 34.000 flugferðir yfir árið. Þá er ekki ólíklegt að hafin verði bein áætlunarflug milli Keflavíkur og Asíu sem opnar á gríðarleg tækifæri í viðskiptum. Þetta er á meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Sjávarklasans, Flutningar á Íslandi til 2030 í Hörpu síðastliðinn mánudag. Ráðstefnan lukkaðist vel en hana sátu ríflega 110 manns. Við hjá Íslenska sjávarklasanum þökkum fyrirlesurum og gestum kærlega fyrir  og vonum að allir hafi notið vel. Óhætt er að segja að erindin hafi öll verið mjög áhugaverð, en hægt er að sækja glærur fyrirlesara hér.