Ankra

Ankra

Ankra er fyrirtæki stofnað árið 2013 með aðsetur í Húsi sjávarklasans. Hugmyndin að fyrirtækinu er komin frá Íslenska sjávarklasanum. Ankra þróar og selur fæðubótarefni og snyrtivörur sem meðal annars eru framleiddar úr fiskiroði.
Green Marine Technology

Green Marine Technology

Green Marine Technology er sameiginlegt markaðsverkefni tíu íslenskra tæknifyrirtækja sem bjóða umhverfisvænar og orkusparandi tæknilausnir fyrir sjávarútveg.
Hráefnanýting sjávarfangs í Norður-Atlantshafi

Hráefnanýting sjávarfangs í Norður-Atlantshafi

Íslenski sjávarklasinn hefur um árabil unnið að rannsóknum á hráefnanýtingu í fiskveiðum og fiskvinnslu á Norður-Atlantshafi. Markmið rannsóknanna er að stuðla að bættri nýtingu hráefnis og aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi.