Eimskip, Icelandair Cargo, Brim og Mannvit í samvinnu við Hús sjávarklasans og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa tekið höndum saman og opnað nýtt frumkvöðlasetur í Húsi sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn. Ætlunin er að skapa þannig vettvang fyrir hugmyndir og verkefni tengd hafinu og það í nálægð við lítil og stór fyrirtæki sem eru að vinna innan atvinnugreinarinnar.

Opið hús í hádeginu á þriðjudaginn

Gestum og gangandi er boðið á formlega opnun frumkvöðlasetursins í húsi Sjávarklasans þriðjudaginn 15. janúar kl. 12:15. Á opnunardeginum verður ný aðstaða sýnd auk þess sem frumkvöðlar segja frá verkefnum sínum og viðskiptahugmyndum.

Tilgangur setursins er að veita frumkvöðlum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun.

Léttar veitingar í boði. Láttu sjá þig!

Boðskort!