Vötnin miklu (Great Lakes) er samheiti yfir fimm stór stöðuvötn á eða við landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Hópur frá fylkjum sem umlykja vatnið heimsótti Sjávarklasann árið 2018 og sýndi verkefnum klasans í fullnýtingu mikinn áhuga. Sjávarklasanum var síðar falið það verkefni af hópnum að finna leiðir til að nýta betur fisktegund sem ógnar nú fjölbreytni vistkerfisins í vatninu.

Klasinn fékk til liðs við sig öflug innlend samstarfsfyrirtæki úr tækni, rannóknum og fullvinnslu og þegar eru komnar fram lausnir sem byggja á íslenskri tækni og reynslu. Í þessari vinnu hefur skipt sköpum að hér hafa byggst upp einhver öflugustu tæknifyrirtæki heims í vinnslu, rannsóknarstofnanir á borð við Matís og margháttuð reynsla úr sjávarútveginum.