Heilsuvörufyrirtækið Ankra kynnti nýja vöru í vörulínuna sína „FEEL ICELAND“ með pompi og prakt í Húsi Sjávarklasans á dögunum. Varan heitir „BE KIND- age REWIND“ og er náttúrulegur andlitsvökvi með mikilli virkni.

Varan inniheldur kollagen og ensím sem vinna að endurnýjun og uppbyggingu húðarinnar. Þetta er fyrsta húðvaran í línunni en fyrr á árinu kynnti félagið sína fyrstu vöru, Amino Collagen, sem er unnin úr kollageni úr íslensku fiskiroði.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti var meðal gesta í hófinu og lofaði hún vöruna og virkni hennar fyrir húðina.

BE KIND- age REWIND verður fáanlegt í nokkrum sérverslunum til áramóta og fer í almenna sölu í byrjun næsta árs.