Samstarfsráðherrar Norðurlanda funduðu í Húsi sjávarklasans hinn 7. febrúar sl. Ísland gegnir forystu í ráðinu og hefur ríkisstjórnin sett haftengd málefni á oddinn í vinnu ráðsins. Það var því vel til fundið að ráðið fundaði í húsakynnum klasans og kynntist frumkvöðlastarfinu sem þar fer fram. Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum kynnti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra starfsemi klasans og áherslur hans í fullnýtingu afurða og umhverfisvæna tækni.

 

thumbnail_Mynd2