Dagana 18.-21. júní næstkomandi mun Niels L. Brandt heimsækja Íslandi í boði Íslenska sjávarklasans. Í heimsókninni mun hann meðal annars kynna sér áform Íslenska sjávarklasans og samstarfsaðila um opnun Reykjavík Food Hall á neðri hæð Húss sjávarklasans við Grandagarð 16.

Niels hefur meira en 20 ára reynslu úr veitingabransanum, við uppbyggingu og stjórnun matarmarkaða og í smásölu hágæða matvæla. Hann hefur meðal annars gegnt stöðu framkvæmdastjóra sælkeraverslunarkeðjunnar Løgismose í Danmörku. Frá árinu 2010 stjórnaði hann hönnun og uppbyggingu Torvehallerne í Kaupmannahöfn og gegndi stöðu stjórnarformanns eftir opnun árið 2012. Niels rekur nú sitt eigið fyrirtæki sem veitir ráðgjöf og fjárfestir í veitingastöðum, matarmörkuðum, sérverslunum og smásölukeðjum með sælkeramat víða í Evrópu.

Nánari upplýsingar um heimsókn Niels L. Brandt veitir Íslenski sjávarklasinn á netfanginu sjavarklasinn@sjavarklasinn.is eða í síma 577 6200.