Samstarf meðalstórra og stórra matvælafyrirtækja og matarfrumkvöðla var meðal efnis á fundi matarklasanna tveggja, Sjávarklasans og Landbúnaðarklasans, með Gydu Bay, nýsköpunarstjóra Future Food Innovation í Danmörku. Gyda hélt fund með frumkvöðlum í matvælageiranum og hönnuðum í Húsi sjávarklasans fyrr í dag. Gyda lagði meðal annars áherslu á mikilvægi þess að stærri matvælafyrirtæki skynjuðu þau tækifæri sem lítil fyrirtæki í matvælum geta boðið upp á. Hún benti á að eitt stærsta matvælafyrirtæki Danmerkur, Arla Foods, hafi sýnt mikinn áhuga á samstarfi við frumkvöðla.

Á myndinni eru m.a. nemendur Listaháskóla Íslands sem hafa aðsetur í Húsi sjávarklasans að kynna Gydu matvælaþróunarverkefni sitt.

Gyda