mn-fbbanner-1-largeMATUR & NÝSKÖPUN verður haldin í Húsi sjávarklasans fimmtudaginn 29. september kl. 15-17.

Íslenski sjávarklasinn efnir til m&n í samstarfi við Landbúnaðarklasann og Matvælalandið Ísland. Tilgangurinn er að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í mat hér á landi, allt frá hugmyndum, hönnun yfir í fullbúnar vörur.

30-40 fyrirtæki verða á staðnum og kynna sig og það sem þau hafa upp á bjóða. Sérvalin dómnefnd mun velja áhugaverðasta matarsprotann.
Þetta verður afar spennandi og skemmtilegur dagur sem sýnir þá nýsköpun og frumkvöðlakraft í sem er í matvælum á Íslandi í dag.

Þátttakendur verða m.a. fyrirtæki og sprotar úr Húsi sjávarklasans og fyrirtæki sem tengjast matarklösunum tveim; Íslenska sjávarklasanum og Landbúnaðarklasanum. Listaháskólinn mun kynna afar spennandi verkefni sem nýútskrifaðir og nemendur á lokaári hafa verið að vinna að í sambandi við mat og hönnun ásamt fleiri upprennandi fyrirtækjum í matvælastarfsemi og þróun víðsvegar að af landinu.

Meðal þátttakenda verða:
Ankra
Codland
Connective Collective 
Listaháskólinn með matartengd verkefni 
Wasabi Ísland
Sölva Chocolates
Margildi
Dropi
Arna
Kumiko Tehús
Icemedico
Fisherman
Saltverk
Junglebar
Blámar
AMO Crépes
Havarí
Ísleifur heppni
Bergsson RE
Geo Silica
Krydd og Tehúsið
Ópal sjávarfang
Íslandus
Sólakur
Móðir jörð
HKM Sea Products
Omnom Chocolate
Bíóbú
Borg Brugghús
Samrækt
Eimverk Distillery
Pasta
og margt fleira spennandi

Allir velkomnir!