Matís og Íslenski sjávarklasinn undirrituðu í morgun samstarfssamning sem hefur að markmiði að efla efla tengslanet og samstarf starfsmanna Matís og frumkvöðla sem eru með aðstöðu hjá Sjávarklasanum. Starfsmönnum Matís og starfsfólki fyrirtækja í Húsi sjávarklasans býðst að nýta sér aðstöðu í frumkvöðlarýmum hjá hvorum aðila.  Með þessu vilja Matís og Sjávarklasinn efla enn frekar samstarfið og tryggja að enn betri tenging verði á milli rannsókna og frumkvöðlastarfs í sjávarútvegi. 

Á myndinni eru Oddur M. Gunnarsson starfandi forstjóri Matís og Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans.