Eitt af viðfangsefnumí matarfrumkvöðlahóps Sjávarklasans hefur verið að skoða hvort efla megi samstarf í útflutningi. Hinn 10. október nk mun hópur matarfrumkvöðla ræða þessi mál við aðila sem er að koma upp vörugeymslu og dreifingu á New Englandsvæðinu. Ef allt gengur að óskum verður þetta samstarfsverkefni New England Ocean Cluster og Sjávarklasans undir forystu North Atlantic Cargo Line LLC

Fundurinn er opinn frumkvöðlum sem áhuga hafa á að skoða útflutning á vörum sínum til Bandaríkjanna.

Vinsamlega hafið samband við vja@sjavarklasinn.is ef áhugi er fyrir þessu verkefni.