Marí-gull frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ var valið sem besti sjó-bissnessinn á uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla, Junior Achievement (JA) á Íslandi þann 18.maí sl. Marí-gull framleiðir ígulkerslampa úr Marígulkerjum sem eru veidd við Íslandsstrendur og er standurinn úr afsagi.
Fyrirtækjasmiðjan er árlegur viðburður á vegum samtakanna Ungir frumkvöðlar sem Íslenski sjávarklasinn hefur stutt við undanfarin ár. Árlega taka um 600 nemendur þátt í smiðjunni frá flestum framhaldsskólum landsins og er mikil eftivænting á meðal nemenda fyrir keppninni ár hvert.
Valið er í nokkra flokka og var Hrauney frá Verzlunarskóla Íslands valið fyrirtæki ársins.
Við óskum öllum þátttakendum og vinnigshöfum til hamingu með árangurinn