Magasin du Nord hóf sölu á íslensku vörunum frá Feel Iceland í síðustu viku eins og kemur fram í fréttatilkynningu. Feel Iceland býður upp á fæðubótarefni og húðvörur sem vinna saman bæði innan frá og utan að bættu útliti og líðan, en vörurnar eru unnar úr aukaafurðum íslensks sjávarfangs.

vorurnar„Við erum í skýjunum með þetta, sérstaklega vegna þess að Magasin du Nord velur mjög vandlega inn þær vörur sem þar eru seldar. Vörurnar okkar verða þær fyrstu og einu sem innihalda kollagen til inntöku sem seldar hafa verið í versluninni. Kollagen fæðubótarefni hefur verið gríðarvinsælt í Japan síðustu ár og nú er bylgjan að færast yfir til Evrópu og Bandaríkjanna“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra – Feel Iceland.

Magasin du Nord er ein af leiðandi verslunarkeðjum Skandinavíu í dag og þar er hægt að versla mörg af dýrustu vörumerkjum Evrópu. Ný deild sem sérhæfir sig í grænum húðvörum var opnuð í síðustu viku í aðal verslun þeirra við Kongens Nytorv og þar eru Feel Iceland vörurnar fáanlegar.

„Við erum að stíga okkar fyrstu skref erlendis en mikil eftirspurn hefur verið eftir vörum okkar hjá erlendum verslunum og okkur finnst alveg ótrúlegt hvernig þær finna okkur þar sem við höfum ekki kynnt okkur mikið. En þetta er lúxus vandamál og eitthvað sem við munum koma til með að nýta okkur á komandi mánuðum“ segir Hrönn Margrét.