Tankur 1Áttatíuogþriggja ára ævilíkur Íslendinga eru á meðal þeirra allra hæstu í heimi. Margir vilja meina að rík hefð fyrir neyslu þorskalýsis leiki þar mikilvægt hlutverk enda sýna rannsóknir fram á margvísleg jákvæð heilsufarsáhrif omega-3 fitusýra og D-vítamíns. 

Í lýðheilsulegum tilgangi hefur sérsmíðuðum lýsistanki nú verið komið fyrir í einu eldhúsanna í Húsi sjávarklasans. Íbúum og gestum býðst því hér eftir að gæða sér á hágæða íslensku þorskalýsi, sér til heilsubótar og hressingar. Þá er markmiðið ekki síður að kynna kosti lýsishefðarinnar fyrir þeim fjölmörgu erlendu gestum sem heimsækja Hús sjávarklasans ár hvert. 

Héðinn hf. smíðaði lýsistankinn og færði Íslenska sjávarklasanum að gjöf en hann er hannaður af Milju Korpela, hönnuði og starfsmanni Íslenska sjávarklasans. Lýsið í honum er þorskalýsi frá Lýsi hf.

Við viljum nýta tækifærið og skora á íslensk fyrirtæki að fara sömu leið og bendum áhugasömum á að hafa samband.

IMG_0432