Hús Sjávarklasans er ekki bara hefðbundið skrifstofu húsnæði með eitt besta útsýnið í miðbænum heldur frábær staður fyrir ýmsa mannfögnuði eins og raun bar vitni síðastliðna helgi.

Húsið var fullbókað alla helgina og má þar nefna stúdentaveislur, vorfagnaði og síðast en ekki síst vortónleika Kvennakórsins Kötlu. Það var fullt hús meðan á tónleikunum stóð en þangað mættu rúmlega 300 manns og var dagskráin mjög fjölbreytt og skemmtileg.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á meðan tónleikunum stóð.

Kvennakórinn Katla

Kvennakórinn Katla

Nánari upplýsingar um salaleigu í Húsi Sjávarklasans má nálgast með því að smella hér