Íslenski sjávarklasinn var á dögunum tilnefndur besti þjónustuaðilinn í alþjóðlegu samkeppninni Nordic Startup Awards. Við erum afar stolt af tilnefningunni og óskum jafnframt sigurvegurum samkeppninnar hér á landi, Klak-Innovit til hamingju með titilinn. Keppninni er þó ekki lokið en Klak-Innovit heldur áfram og á kost á að vera valið besti þjónustuaðilinn á Norðurlöndum.