Íslenski Sjávarklasinn tekur þátt í þriggja ára verkefni á vegum SUBMARINER sem nefnist BlueBioClusters. Tilgangur þess er að styðja evrópsk strandsvæði í umskiptum þeirra yfir í sjálfbært blátt lífhagkerfi. Var verkefninu formlega ýtt úr vör með fundi fulltrúa hlutaðila í Berlín 3.-4. október 2022.

BlueBioClusters stefnir að því að styðja og auka nýtingu sjálfbærra viðskiptatækifæra í bláu lífhagkerfi fyrir strandhéruð, fyrirtæki og borgara í Evrópu. Þá mun BlueBioClusters leggja sitt af mörkum til byggðaþróunar og hinum Græna samnings ESB með því að bæta þjónustu blárra lífhagkerfis klasa um alla Evrópu, bæði við opinbera og einkaaðila.

Samtökin sem samanstanda af SUBMARINER Network for Blue Growth EEIG (Þýskaland) auk Íslenska Sjávarklasans eru: Pole Mer Bretagne Atlantique (Frakkland), Tartu BT Park (Eistland), Klaipeda University (Litháen), University of Tartu (Eistland), Blauwe Cluster (Belgía), BlueBioAlliance (Portúgal), Association Klaipeda Regions (Litháen), Innovatum AB (Svíþjóð), Blue Legasea (Noregur) og The Scottish Association for Marine Science of Blue Bridge (Bretland).