Heilu ári eftir upphafsfund verkefnisins GreenOffshoreTech sem haldinn var á netinu, hittust fulltrúar þess í Brussel.
GreenOffshoreTech er klasamiðað verkefni með það að markmiði að styðja við nýsköpun hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SME’s) og stuðla að þróun Bláa hagkerfisins með því að þróa nýjar virðiskeðjur þvert á atvinnugreinar og landamæri byggðar á sameiginlegum áskorunum og dreifingu á lykiltækni. GreenOffshoreTech mun auðvelda sköpun nýrra vara, ferla eða þjónustu með það að leiðarljósi að gera hafframleiðslu og flutninga græna, hreina og sjálfbæra. Þá er það í samræmi við stefnu Græna samnings ESB sem vinnur að auðlindahagkvæmu hagkerfi.
Auk Íslenska Sjávarklasans eru 11 aðrir þátttakendur: MNU í Noregi, Fórum Oceano í Portúgal, Cleantech í Lettlandi, Centrum Kooperacji Recyklingu í Póllandi, Composites United í Þýskalandi, Cluster Machatronik & Automation Management GGMBH í Þýskalandi, Highlands & Islands Enterprise í Skotlandi, Maritime Cluster Norddeutschland í Þýskalandi, Instytut Gospodarki Surowcami Mineralnymi I Energia Pan í Póllandi, Scaberia AS í Noregi og Balance Technology Consulting GMBH í Þýskalandi.
Hægt er að lesa meira um verkefnið hér: https://greenoffshoretech.com/about/