Íslenski sjávarklasinn og JA Iceland – Ungir frumkvöðlar hafa tekið höndum saman um að efla áhuga ungs fólks á frumkvöðlastarfi í öllu er viðkemur hafinu. Markmið JA Iceland er að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnu- og nýsköpunar.
Eins og síðustu ár mun verkefnið Ungir frumkvöðla vera starfrækt í fjölda framhaldsskóla á árinu 2017. Í verkefninu eru nemendur hvattir til að stofna og starfrækja eigin fyrirtæki og vinna að viðskiptahugmynd á 13 vikna námskeiði. Skólunum, sem þátt taka í verkefninu, hefur fjölgað ört og er mikill áhugi fyrir frumkvöðlastarfi í skólum.
Mög fyrirtæki sem tengjast Sjávarklasanum hafa áhuga á að tengjast ungu athafnafólki sem vill koma hugmyndum í framkvæmd. Markmið klasans er að fjölga sprotum sem tengjast hafinu við Ísland. „Við erum mjög ánægð að tengjast þessu verkefni. Í Sjávarklasanum er fjöldi hugmynda komnar fram sem við þurfum að fá ungt athafnafólk til að vinna úr. Má þar nefna hugmyndir um vörur úr endurunnu plasti og netum, nýjar vörur fyrir ferðamenn, veiðar og vinnsla á vannýttum sjávartegundum, nýting fiskipróteina í ýmis matvæli og svona mætti lengi telja,“ segir Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum.