Íslenski sjávarklasinn verður kynntur á fundi International Digital Enterprise Forum í Edinborg í Skotlandi mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þar mun Þór Sigfússon kynna rannsóknir sínar á því hvernig frumkvöðlar nýta sér samskiptatækni á vefnum til að efla tengslanet sitt og markaðssetningu. Þá fjallar hann um hvernig fyrirtæki í Íslenska sjávarklasanum hafa nýtt sér þessa tækni í samstarfi.