Út er komin, á vegum Center for Transatlantic Relations, bókin „Nordic Ways“. Í bókina rita 50 höfundar frá öllum Norðurlöndum stuttar greinar sem fjalla á einn eða annan hátt um norræn gildi í viðskiptum, menningu, vísindum o.fl. Þór Sigfússon ritar kafla í bókina sem nefnist „The new Utilization Movement“. Í þessum kafla er vikið að því hvernig íslenskum sjávarútvegi og öllum klasanum í kringum hann hefur tekist að auka nýtingu sjávarafurða langt umfram aðrar sambærilegar greinar í öðrum löndum. Bent er á að Íslendingar nýta að meðaltali yfir 80% af hverjum fiski á meðan flestar aðrar samanburðarþjóðir nýta innan við 50%.

Bókina má nálgast hér