Nordic Startup AwardsÞað gleður okkur að segja frá því að Hús sjávarklasans hlaut í dag viðurkenninguna Besta skrifstofuhúsnæðið á Íslandi af Nordic Startup Awards. The Nordic Startup Awards er viðburður í Norðurlöndunum sem gerir frumkvöðlum og velunnurum þeirra hátt undir höfði og veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur innan nýsköpunargeirans.

Við erum afskaplega stolt og ánægð með þessa viðurkenningu og þökkum íbúum Húss sjávarklasans og öðrum velunnurum okkar fyrir frábært samstarf undanfarin ár.
Þau fyrirtæki og einstaklingar sem báru sigur úr bítum í hverjum flokki fyrir sig keppa á Grand Finale kvöldi Nordic Startup Awards, þriðjudaginn 31. maí í Hörpu.
Nánari upplýsingar um The Nordic Startup Awards má nálgast hér.