Miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi mun Íslenski sjávarklasinn taka formlega í notkun þriðja áfanga Húss sjávarklasans. Nú er verið að leggja lokahönd á stækkun hússins og nokkur ný fyrirtæki hafa komið sér fyrir innan um þau 40 fyrirtæki sem þegar voru í húsinu.

Í tilefni af stækkuninni er efnt til opnunarhátíðar þar sem fyrirtækin í húsinu opna dyr sínar og sýna gestum vörur sínar og nýsköpun, auk þess sem fjöldi annarra fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans hafa boðað koma sína og ætla að sína vörur sínar. Úr verður mikil Nýsköpunarmessa og allir eru velkomnir.

Opnunin verður milli kl. 15-17, miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi, í Húsi sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Styrktaraðilar Nýsköpunarmessu eru Brim, Promens Dalvík og Tempra, Íslandsbanki, Bláa Lónið, Samtök iðnaðarins, Lex, Frumtak, Vodafone og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.