Í Húsi Sjávarklasans leynast fjölmargir demantar hafsins, allir með sitt einstaka litróf en Hús Sjávarklasans leggur mikið upp úr fjölbreytileikanum. LearnCove er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslu og þjálfunarlausna fyrir sjávarútveginn.
Meðal viðskiptavina eru Slysavarnaskóli sjómanna, Ísfell, Kæling ehf., Martak ehf. oflr. Fyrirtækið sá sér mikinn hag í því að vinna í umhverfi með fyrirtækjum á sambærilegu sviði og er LearnCove eitt þeirra fyrirtækja sem áhugavert verður að fylgjast með á nýju ári.