HönnunarMars hófst formlega í gærkvöldi og stendur fram á sunnudag. Líkt og undanfarin ár er Hús sjávarklasans vettvangur fyrir sýningar á hátíðinni og að þessu sinni hafa listamenn og hönnuðir hertekið hluta af neðri hæð hússins. Fjórar sýningar fara fram á neðri hæðinni:

  1. FÍT keppnin 2016. Grafísk hönnun á Íslandi.

Félag Íslenskra teiknara stendur fyrir hönnunarsamkeppni í sextánda skipti. Grafískir hönnuðir og myndskreytar sendu inn sín bestu verk sem unnin voru á árinu 2015. Dómnefnd valdi þau verk sem skara þóttu fram úr og verkin sem unnu til verðlauna og viðurkenninga eru sýnd. 

Hönnunarmars í HS 9. mars 2016 - by Milja Korpela

  1. The Art of Graphic Storytelling.

Vinnustofa og sýning Nikki Kurt fjallar um reynsluna af því að vera ítrekað beðin um að hætta að krota og reyna að fylgjast með í skólanum, og mikilvægi þess að endurskoða hvernig við hlustum og meðtökum upplýsingar.

  1. . Polish Graphic Design in Context.

Hér er grafísk hönnun frá Póllandi sett í sitt landfræði- og menningarlega samhengi.

  1. Vættir yfirnáttúrlegar verur.

Samsýning 36 teiknara. Myndefnið er „Vættir“ eða yfirnáttúrulegar verur, sem hver teiknari túlkar á sinn hátt.

Opnunartími sýninganna í Húsi sjávarklasans:
fimmtudagur/föstudagur: 12:00-18:00
laugardagur/sunnudagur: 12:00-17:00

       —

Við hvetjum alla til að líta við á HönnunarMars, bæði hér í Húsi sjávarklasans eða á aðra viðburði en þeir eru fjölmargir og gríðarlega fjölbreyttir um alla borg um helgina.

Sérstaklega ber að nefna viðburð sem vinir okkar í Omnom Chocolate standa fyrir á laugardag og sunnudag í nýju húsnæði sínu á Hólmaslóð 4.

 

Hönnunarmars 9. mars 2016

20160309_202504

Frá opnun sýninganna í Húsi sjávarklasans í gær.