HönnunarMars hófst formlega í gærkvöldi og stendur fram á sunnudag. Líkt og undanfarin ár er Hús sjávarklasans vettvangur fyrir sýningar á hátíðinni og að þessu sinni hafa listamenn og hönnuðir hertekið hluta af neðri hæð hússins. Fjórar sýningar fara fram á neðri hæðinni:
- FÍT keppnin 2016. Grafísk hönnun á Íslandi.
Félag Íslenskra teiknara stendur fyrir hönnunarsamkeppni í sextánda skipti. Grafískir hönnuðir og myndskreytar sendu inn sín bestu verk sem unnin voru á árinu 2015. Dómnefnd valdi þau verk sem skara þóttu fram úr og verkin sem unnu til verðlauna og viðurkenninga eru sýnd.
- The Art of Graphic Storytelling.
Vinnustofa og sýning Nikki Kurt fjallar um reynsluna af því að vera ítrekað beðin um að hætta að krota og reyna að fylgjast með í skólanum, og mikilvægi þess að endurskoða hvernig við hlustum og meðtökum upplýsingar.
- . Polish Graphic Design in Context.
Hér er grafísk hönnun frá Póllandi sett í sitt landfræði- og menningarlega samhengi.
- Vættir yfirnáttúrlegar verur.
Samsýning 36 teiknara. Myndefnið er „Vættir“ eða yfirnáttúrulegar verur, sem hver teiknari túlkar á sinn hátt.
—
Opnunartími sýninganna í Húsi sjávarklasans:
fimmtudagur/föstudagur: 12:00-18:00
laugardagur/sunnudagur: 12:00-17:00
—
Við hvetjum alla til að líta við á HönnunarMars, bæði hér í Húsi sjávarklasans eða á aðra viðburði en þeir eru fjölmargir og gríðarlega fjölbreyttir um alla borg um helgina.
Sérstaklega ber að nefna viðburð sem vinir okkar í Omnom Chocolate standa fyrir á laugardag og sunnudag í nýju húsnæði sínu á Hólmaslóð 4.
Frá opnun sýninganna í Húsi sjávarklasans í gær.