Hlemmur – Mathöll leitar að framúrskarandi markaðsstjóra. Markaðsstjóri hefur umsjón með markaðsmálum, viðburðahaldi og verkefnum tengdum daglegum rekstri mathallarinnar. 

Starfslýsing

 • Umsjón með markaðmálum, þ.m.t. samfélagsmiðlum.
 • Skipulagning viðburða og útimarkaða.
 • Samstarf og samskipti við kaupmenn.
 • Samskipti við verktaka, þjónustuaðila og viðskiptavini.
 • Önnur tilfallandi verkefni tengd daglegum rekstri. 

Hæfniskröfur

 • Haldbær reynsla og þekking á markaðsmálum og viðburðahaldi er krafa. 
 • Reynsla af rekstri er kostur.
 • Reynsla af verkefnastjórn og hæfni til að sinna mörgum verkefnum samtímis.
 • Reynsla og þekking á markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
 • Áhugi á mat, matarmenningu og viðburðahaldi.
 • Mikið sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
 • Góð samskiptahæfni, tölvukunnátta og íslensku- og enskukunnátta. 

Um er að ræða fullt starf. Gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna snemmsumars og að viðkomandi hefji störf í sumar eða haust, eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2017.

Umsóknir berist á hlemmur@hlemmurmatholl.is. Allar frekari upplýsingar veitir Bjarki Vigfússon í síma 693 3958 / bjarki@hlemmurmatholl.is

Hlemmur-Markadsstjori