Lyfjaþróunarfyrirtækið Herberia, sem hefur aðstöðu í Frumkvöðlasetri Húss sjávarklasans, lauk nýlega við frumfjármögnun en fyrirtækið var stofnað á vordögum 2013. Herberia samdi við Einvala fjárfestingarfélag um fjármögnun en forsvarsmenn þess hafa fylgt lyfjaþróunarfyrirtækinu eftir frá því það tók þátt í Startup Reykjavík sumarið 2013.

Þetta er fyrsta stóra fjármögnun Herberia en með henni er fyrsta skrefið tekið til uppbyggingar fyrirtækisins á alþjóðlegum lyfjamarkaði, en von er á fyrstu lyfjum á markað á næsta ári. Herberia sérhæfir sig í þróun og sölu viðurkenndra lausasölulyfja gegn vægum kvillum en lyf fyrirtækisins verða öll unnin úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu.