Hús Sjávarklasans býður Hefringmarine velkomin í hópinn!⚓️  Hefringmarine er eitt af þeim fyrirtækjum
sem íslenski sjávarklasinn hefur tekið saman lista yfir sem áhugavert verður að fylgjast með á nýju ári.
Nýsköpunarfyrirtækið Hefring þróar búnað sem ráðleggur skipstjórum hve hratt eigi að sigla miðað við
aðstæður. Viðtökur erlendis hafa verið afar góðar og fyrirtækið hefur jafnframt tryggt sér fjármögnun
til frekari þróunar og sölu.