Við erum afar stolt að segja frá því að hún Halla Jónsdóttir, einn af stofnendum Optitog, hlaut sérstaka viðurkenningu frá Global Women Inventors & Innovators Network (GlobalWIIN) við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 7. september. Optitog stefnir að því að gjörbylta rækjuveiðum með því að taka á þeirri miklu orkunotkun sem tengist hefðbundnum veiðarfærum. Frumkvöðlahugur Höllu Jónsdóttur hefur leitt til lausnar sem eykur ekki aðeins arðsemi heldur er í samræmi við umhverfisverndarmarkmið.
Viðurkenningin frá GlobalWIIN undirstrikar skuldbindingu Optitog til nýsköpunar og sjálfbærni og er til vitnis um framúrskarandi framlag Höllu og Optitog til greinarinnar, sem hvetur aðra til jákvæðra breytinga.
Innilegar hamingjuóskir með viðurkenninguna Halla!