Velta tæknifyrirtækja í sjávarklasanum á Íslandi nam tæpum 66 milljörðum á árinu 2012 og jókst um 13% frá 2011 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenska sjávarklasans. Fyrirtækin sem um ræðir hanna, þróa og framleiða veiðarfæri, kör, umbúðir, vélbúnað eða hugbúnað fyrir sjávarútveg og selja vörur sínar undir eigin vörumerki en í dag tilheyra um 70 fyrirtæki þessum hópi. Á umræddu tímabili varð lítill vöxtur í fiskveiðum og fiskeldi samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir að vöxtur þessara fyrirtækja á árinu 2012 hefur farið fram úr væntingum, en gert var ráð fyrir 5-10% vexti á árinu 2012. Tæknigeirinn í sjávarklasanum vex umfram sjávarútveg og fiskeldi, umfram fiskvinnslu og umfram þjóðarframleiðslu. Fyrirtækin hafa mikla vaxtarmöguleika og mikilvægt er að þessi fyrirtæki geti sótt fjármagn sem gerir þeim kleift að markaðssetja sig alþjóðlega.

Þetta kemur fram í nýrri Greiningu Sjávarklasans sem finna má hér.

Nánari upplýsingar veita Friðrik Björnsson og Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum í síma 867 8786.

The ocean technology sector in Iceland experienced a 66 bn. ISK turnover in 2012, a 13% increase from 2011 (inflation adj.) according to a new study conducted by the Iceland Ocean Cluster. These firms design and manufacture fishing gear, packaging equipment, processing equipment and software for the fishing industry and sell their products under their own brand. Today, the firms that belong to this sector amount to around 70 in total. The growth of the fisheries and fish processing industry was limited in 2012 according to Statistics Iceland. The income growth of the ocean technology sector succeeded expectations as the firms mostly expected a 5-10% increase in income when contacted one year ago. The ocean technology sector is growing faster than the fishing industry and gross domestic product. These firms have shown substantial growth potentials and will need to have secure access to capital in the coming years in order to expand and market themselves internationally.

For more information, please contact Fridrik Bjornsson or Haukur M. Gestsson in +354 867 8786.