Fréttir af tilraunaveiðum á hörpuskel og túnfiski á þessu ári vekja spurningar um tækifæri sem kunna að vera í veiðum á öðrum vannýttum tegundum hér við land. Veiðar og möguleg fullvinnsla ýmissa nýrra tegunda getur skapað verðmæti í sjávarklasanum. Til að svo megi verða þarf að auka hvata til tilraunaveiða, vinnslu og markaðssetningu nýrra afurða. Þá þarf að koma á skipulagi þar sem frumkvöðlar sem leggja í áhættusamar tilraunaveiðar njóti afraksturs frumkvöðlastarfs með sanngjörnum hætti. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri Greiningu Sjávarklasans sem kom út í dag. Greininguna má nálgast hér.