Út er komin ný Greining Sjávarklasans sem fjallar um fyrirsjáanlega endurnýjun á hluta íslenska fiskiskipaflotans. Þar segir meðal annars:

  • Fyrirsjáanleg er endurnýjun á hluta íslenska fiskiskipa­flotans sem kominn er til ára sinna. Fjárfestingar út­ gerðarinnar í viðgerðum og endurskipulagningu flotans eru jafnan stórar á mælikvarða íslensks atvinnulífs.
  • Ætla má að 500 milljón króna fjárfesting í endurnýjun togara skili sér í a.m.k. 450-­600 milljón króna veltuaukningu í hag­kerfinu og skapi um 40 ársverk ef valin eru íslensk tæknifyrirtæki.
  • Margar útgerðir beina við­ skiptum sínum til stórra tæknifyrirtækja sem annast geta alla þætti endurnýjunar. Með auknu samstarfi smærri tæknifyrirtækja á Íslandi má draga úr þeim viðskipta­kostnaði sem fellur á útgerðir þegar verslað er við marga smærri aðila.

Greininguna má nálgast hér á vefnum undir Greining Sjávarklasans.