Ný Greining Sjávarklasans er komin út sem að sinni fjallar um aðsókn í sjávarútvegstengt nám sem hefur vaxið hröðum skrefum frá árinu 2009. Fjöldi innritana jókst heilt yfir litið haustið 2013 frá árinu áður, en innritanir eru þó á undanhaldi á sumum sviðum. Þá hefur fjölbreytni námsins batnað verulega og merkja má aukinn áhuga á nýsköpun og fullvinnslu afurða.

Greininguna má nálgast hér en í henni segir meðal annars:

  • Aðsókn í nám tengt sjávarklasanum á Íslandi hefur vaxið stöðugt frá árinu 2009 og fjölbreytni námsbrautanna hefur aukist umtalsvert.
  • Merkja má aukinn áhuga á nýsköpun og fullvinnslu afurða á sókn ungs fólks í grunnnám tengt sjávarútvegi og auknum áhuga á námi í matvælafræði og þverfaglegt nám á sviði sjávarútvegs.
  • Fjöldi nemenda við skipstjórnarskólann nærri þrefaldaðist á árunum 2008 og 2013 og enn aukast nýskráningar.
  • Eftirtektarverður viðsnúningur hefur orðið í aðsókn í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri en námið hefur verið eflt, m.a. með aukinni tengingu við atvinnulífið. Heildarfjöldi nemenda þar hefur aldrei verið meiri en nú leggja 69 nemendur stund á sjávarútvegsfræði.

Greininguna má nálgast undir Útgáfa.