Á opnunarhátíð sjávarútvegssýningarinnar í dag veitti Íslenski sjávarklasinn viðurkenningu til Frumkvöðuls ársins. Að þessu sinni var fyrirtækið Greenvolt fyrir valinu.
Greenvolt er frumkvöðlafyrirtæki sem hefur unnið að nýjum byltingarkenndum orkutengdum lausnum sem nýtast munu á heimsvísu. Fyrirtækið hefur átt gott samstarf við skipaverkfræðifyrirtækið Navis í Húsi sjávarklasans við að þróa umhverfisvæna orkulausn fyrir línubáta. Jón Ármann Steinsson tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins.
Skoða má fyrirtækið og þeirra lausnir á heimasíðu félagins Greenvolt.