Við leitum að framkvæmdastjóra fyrir Íslenska sjávarklasann ehf, einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á frumkvöðlastarfsemi og fólki.

Verkefni framkvæmdastjóra eru meðal annars að þróa nýsköpunarverkefni með vaxandi hópi samstarfsfyrirtækja og sjá um daglegan rekstur klasans. Stefnt er að frekari stækkun klasans á næstu misserum og framkvæmdastjóri mun leiða þá uppbyggingu í samvinnu við stjórn.

Íslenski sjávarklasinn ehf er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í haftengdri starfsemi. Klasinn starfrækir Hús sjávarklasans ehf. sem er samfélag tæplega 70 fyrirtækja og frumkvöðla.

Umsóknarfrestur er til og með 25.september. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og
kynningarbréf og sendast á eva@sjavarklasinn.is

Framkvæmdastjóri