Ný greining Íslenska sjávarklasans á stöðu tæknifyrirtækja, sem tengjast sjávarútvegi, sýnir að staða margra þeirra hefur aldrei verið jafn sterk og nú.
Tíu stærstu fyrirtækin juku veltu sína umtalsvert á milli áranna og nam velta þeirra á árinu 2018 um 42 milljörðum króna (aðeins sú velta sem tengist sjávarútvegi og fiskeldi).
Veltuaukningin var tilkomin bæði með sölu búnaðar sem og samruna við önnur fyrirtæki. Velta annarra fyrirtækja, sem eru samkvæmt athugun Sjávarklasans um 65 talsins, var um 40 milljarðar og óx um 7% á árinu 2018.