Hópur framkvæmdastjóra frá Óðinsvéum í Danmörku er staddur í Reykjavík til að kynna sér íslenskt atvinnulíf. Liður í heimsókninni var að koma í Sjávarklasann, fræðast um klasastarfið og kynna sér þær nýjunar sem hafa átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Gestirnir sem voru 32 talsins fengu leiðsögn um húsið og klasastarfið frá Bertu Daníelsdóttir framkvæmdastjóra Sjávarklasans áður en þeir skelltu sér á Fiskmarkaðinn til að smakka kollagen drykki og í Granda Mathöll í hádegismat. Danirnir höfðu á orði hversu hrifnir þeir voru af vöruúrvalinu frá aukaafurðunum og voru þess fullvissir að þær ættu ekki roð í Íslendinga þegar kæmi að fullnýtingu.