Þann 4.maí n.k. mun Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands heimsækja útibú Marel í Seattle og kynna sér starfsemina.

Þór Sigfússon stofnandi og stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans mun halda erindi við heimsóknina og ræða árangur Íslendinga og Sjávarklasans á fullnýtingu fisks.

Markmið Sjávarklasans um 100% nýtingu fisks Íslendinga hefur vakið mikla eftirtekt bæði hérlendis og ytra og gott er að fá vettvang eins og Marel í Seattle til að kynna „100% Fish utilization“.