Á fundinum Flutningalandið Ísland sem hópur klasafyrirtækja í flutninga- og hafnahópi Sjávarklasans og SA stóðu að, sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, að sam­fé­lagið væri orðið til­bún­ara til þess að fara óhefðbundn­ar leiðir við upp­bygg­ingu vega­kerf­is­ins – og vísaði þá til þess að auk­inn­ar já­kvæðni gætti gagn­vart hug­mynd­um sem feli í sér einkafram­kvæmd­ir og gjald­töku í vega­kerf­inu.

Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður og fyrrverandi sam­gönguráðherra, ræddi hvernig hægt væri að gera stór­átak í upp­bygg­ingu vega­kerf­is­ins með því að taka ýmis stór og fjár­frek verk­efni í sam­göngu­áætlun út fyr­ir sviga og byggja þau upp.

Jón ræddi um að með þessu móti mætti ráðast strax í fram­kvæmd­ir við að bæta stofn­leiðirn­ar út úr höfuðborg­inni, til Kefla­vík­ur, aust­ur fyr­ir Sel­foss og vestur og norður. Fram­kvæmd­irn­ar yrðu fjár­magnaðar með veg­gjöldum.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ræddi mikilvægi þess að Íslendingar stæðu af myndarskap að uppbyggingu innviða og taldi hann mikið vanta þar upp á.

Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans var fundarstjóri og spurði hún Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra hvort áherslubreytingar munu eiga sér stað undir hennar forystu? Bertu taldist svo til að nýr vegamálastjóri væri búin að standa í stefni Vegagerðarinnar í 98 daga og oft væri miðað við að stjórnendur hefði 100 daga til að gera breytingar. Bergþóra svaraði að það kæmu alltaf breytingar með nýju fólki og það væri raunin nú.

Ifor Williams klasasérfræðingur ræddi mikilvægi klasa og tók dæmi af sjávar- og flutningaklösum í öðrum löndum. Ifor sagði að helsta verkefni klasa væri að brjóta niður múra á milli ólíkra greina, tengja fólk saman og búa þannig til verðmæti.

Flutninga- og hafnahópur Sjávarklasans hefur sýnt með afgerandi hætti hversu brýnt er að ólíkir partar flutningakeðjunnar hittist og ræði markmið og leiðir til að efla Ísland sem flutningaland. Rétt eins og víða annars staðar er lítið samstarf á milli greina og þessu þarf að breyta. Hafnir eru góðar ef vegir liggja að þeim og jafnvel enn betri ef flughafnir tengjast þeim beint. Allir partar flutningakeðjunnar tengjast!

20181106_142356DSC00731DSC00753DSC00771DSC00978DSC00776