Florealis, eitt af frumkvöðlafyrirtækjum í Húsi sjávarklasans, var í gær valin sem annar af tveimur vinningshöfum Iceland’s Rising Star og eru því komin á alþjóðlegan lista Rising Star fyrirtækja sem eru talin líkleg til að vaxa hratt á næstu árum. Að launum fá þau ferð á Slush fjárfestaráðstefnuna í Helsinki sem fer fram 29.nóvember til 1.desember ásamt 600 þúsund króna verðlaunum frá Íslandsbanka.

Sex sprota- og tæknifyrirtæki voru valin til að taka þátt í þessari alþjóðlegu keppni sem Deloitte í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Félag kvenna í atvinnulífinu, Íslandsbanka og Nýskökpunarmiðstöð Íslands standa fyrir hér á landi.

Það er jafnframt ánægjulegt að segja frá því að Ankra, sprotafyrirtæki í frumkvöðlasetri Húss sjávarklasans, var einnig meðal þeirra sex sprota- og tæknifyrirtækja sem lentu í sex liða úrslitum.

Íslenski Sjávarklasinn óskar vinningshöfum sem og öllum þátttakendum til hamingju með glæsilegan árangur.

Nánar um viðburðinn má lesa á heimasíðu Deloitte.