Fjölmenni var á opnun sýningarinnar 1200 tonn á fimmtudaginn var eins og sjá má á neðanverðum ljósmyndum. Sýningin, sem er hluti af HönnunarMars 2015, stendur yfir til 20. mars næstkomandi. Þar má sjá áhugaverð verk hönnuðanna Dagnýjar Bjarnadóttur, Kristbjargar Guðmundsdóttur, Milju Korpela og Þórunnar Árnadóttur. Sýningin er haldin í samstarfi við umhverfissamtökin Bláa herinn, Egersund, Landsbankann og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

 • BÓL – LJÓS / Kristbjörg Guðmundsdóttir
  Nafnið merkir dufl eða flotholt. Ljósin eru þunnar afsteypur af gömlum nótakúlum og geyma minni um horfna sjávarhætti. Efnið er óglerjað postulín, stærð er 17 sm í þvermál. Í kúlunum er orkusparandi LED-lýsing og ljósin gefa frá sér milda stemmingar- og næturlýsingu.
 • Kaðlakollurinn / Dagný Bjarnadóttir
  Kaðlakollurinn varð til í verkefninu Flikk flakk í Vestmannaeyjum, þar var hann nýttur sem kollur en jafnframt til að stýra umferð framhjá Vigtartorginu. Kjarninn í kollinum er rekviður, en utan um hann er vafinn þykkur helst sjóþvældur kaðall sem búin er að þjóna sínu hlutverki í sjávarútveginum.
 • SIPP OG HOJ! / Þórunn Árnadóttir
  SIPP OG HOJ! eru sippubönd, lyklakippur, húlahringir og töskur eftir Þórunni Árnadóttur sem eru framleidd úr afgangsefnum úr netagerð og öðrum áhugaverðum efnivið. Þema Sipp og Hoj! vörulínunnar er frímínútur, en hún er hönnuð með þekkingu og hráefni framleiðsluaðila á Austurlandi að leiðarljósi. Egersund sér um framleiðsluna í samstarfi við Jónsver á Vopnafirði og Þórhall Árnason á Egilsstöðum. 
 • PUÐAR / Milja Korpela
  PUÐAR er samsafn púða sem sækja innblástur í alþjóðlega skipafána, en eru í litum nútímans og úr óvæntum efnivið. Púðarnir eru hannaðir fyrir veitingastað Bergsson mathús í Húsi sjávarklasans og eru gerðir úr notuðum textílvörum úr sjávarútvegi.
   

[fts facebook id=872740146115929 album_id=872740146115929 type=album_photos image_width=200px image_height=200px space_between_photos=1px hide_date_likes_comments=yes center_container=no image_stack_animation=no image_position_lr=-0% image_position_top=-0%]


 

Tenglar:

Myndir frá opnun 1200 tonna á Facebook

Myndir af verkunum á Facebook