Ný kynslóð blárra sprota!
Síðastliðinn föstudag héldum við viðburðinn Invest in Blue, þar sem tíu sportafyrirtæki kynntu lausnir sínar fyrir fjárfestum, öðrum frumkvöðlum og lykilaðilum í vistkerfinu. Öll áttu það sameiginlegt að þróa nýja tækni sem mun móta framtíð bláa hagkerfisins.
Rétt áður en viðburðurinn átti að hefjast urðum við fyrir óvæntu rafmagnsleysi vegna framkvæmda, sem hefði heldur betur getað sett strik í reikninginn. En þökk sé frábæru veðri (sannkölluð heppni í Reykjavík) tókst okkur að færa viðburðinn út við höfnina á Granda. Úr varð ógleymanleg stund full af nýsköpun tengdri hafinu.
Með fiskiskipin í bakgrunn kynntu frumkvöðlar flottar lausnir, allt frá sjálfbærum sjávarafurðum og nýsköpun án úrgangs, til gervigreindardrifinna gagna úr hafinu.
Við erum þakklát fyrir stuðninginn frá Íslandsbanka, sem sá okkur fyrir drykkjum og hélt stemningunni gangandi með Collab, orkudrykkjum með sjávarkollageni frá Feel Iceland, og Djúpinu, djúprauðu öli með þara sem passaði fullkomlega við sólríkan síðdegi í Reykjavík. Íslandsbanki var einn af fyrstu bakhjörlum Sjávarklasans og er enn öflugur stuðningsaðili íslensks sprotaumhverfis.
Búist er við að bláa hagkerfið tvöfaldist fyrir árið 2030 og var þessi viðburður meira en bara kynningarfundur, þar sem hann minnti okkur á að framtíð bláa hagkerfisins er að mótast og frumkvöðlar og nýsköpun verður þar í aðalhlutverki.
Innilegar þakkir til allra sem mættu og voru með okkur á þessum frábæra degi!