Mánudaginn 3.júlí kom Woody Tasch höfundur bókarinnar „Inquiries into the nature of slow money“ í heimsókn í Sjávarklasann og hélt erindi fyrir gesti á viðburðinum „Fjárfesting í nærandi nýsköpun“, sem var skipulagður af Hjördísi Sigurðardóttir og Trisan Gribbin.

Bjartur Guðmundsson hjá Optimized Performance hélt utan um fundarstjórn og fórst það vel úr hendi. Bjartur fékk fundargesti til að liðka um málbeinið og koma blóðinu á flæði áður en frumkvöðlar stigu í pontu og kynntu sín fyrirtæki.

Fyrirtækin sem kynntu sig til leiks voru: Jaðar, Lágafell, Bone and Marrow, Lamb Street Food, Pure Natura, Flow Meditation, Traveling Embassy of Rockall, Kúbalúbra og Margildi. Þess má geta að flest þessara fyrirtækja hafa aðstöðu í Húsi Sjávarklasans.

Að loknu hléi eftir frumkvöðlakynningar steig Woody Tasch á svið og fór yfir sögu hreyfingarinnar Slow Money. Woody leggur meðal annars til að fjármagnseigendur noti að minnsta kosti 1% af sínu fjármagni til fjárfestingar í jarðvegi, frjósemi sem af honum leiðir og heilnæmri fæðu.

Unnur Sara Eldjárn lék ljúfa íslenska tóna fyrir fundargesti í hléum og var viðburðurinn vel sóttur.

33 31 30 29 28 27 26 25 24 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1